Íslensk náttúra er stærsti og fallegasti líkamsræktarsalurinn

Guðrún Bjarnadóttir
Guðrún er 2 barna móðir. Hún er sveitastelpa úr Kjósinni en hefur fest rætur sínar í Kópavogi seinustu 20 árin.
Eftir 20 ára starf á skrifstofu í fjarskiptabransanum ákvað hún að skipta um starfsvettvang og sinna því sem henni finnst skemmtilegast.
Útivist og hreyfing eru hennar ástríða og þar eru í uppáhaldi, náttúruhlaup, fjallgöngur, crossfit, hjól og skíði.
Hugleiðsla og slökun eru líka hluti af hennar daglegu rútínu.
Þjálfarareynsla og menntun:
Hóptíma og námskeiðakennari í Sporthúsinu – Frá 2021
Crossfit þjálfari í CrossfitSport – Frá 2022
Þjálfari hjá Virkni og vellíðan í Kópavogi – Frá 2023
ÍAK einkaþjálfari frá Keili – 2013
Body Reroll kennararéttindi 1&2 hjá Bandvefslosun.is – 2021
Þjálfararéttindi CrossFit Level 1 – 2022